Mikill ruglingur í kringum „síðasta dansinn“ hjá Messi og Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sitja hér hlið við hlið á verðlaunahátíð UEFA. Getty/Harold Cunningham Fyrr í vikunni tilkynntu Sádi-Arabar að knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo myndu mætast í síðasta sinn á fótboltavellinum í febrúar næstkomandi en nú er komið upp babb í bátinn. Bandaríska félagið Inter Miami segir að ekkert samkomulag sér í höfn milli sín og félaganna i Sádi Arabíu og að þessi yfirlýsing Sádana sé því hreinlega röng. Inter Miami átti að taka átt í Riyadh Season Cup ásamt sádi-arabísku félögunum Al-Nassr og Al Hilal. Breaking: Inter Miami have released a statement regarding their rumored participation in the Riyadh Season Cup, saying 'this is inaccurate' and that team owner Jorge Mas 'has made no comments, publicly or privately, in relation to the preseason tour.' pic.twitter.com/XTDjKk5vBR— ESPN FC (@ESPNFC) November 21, 2023 Cristinao Ronaldo spilar með Al-Nassr en Neymar er leikmaður Al Hilal. Neymar tekur ekki þátt í mótinu þar sem hann er nýbúinn að slíta krossband. „Síðasti dansinn hjá tveimur fótboltagoðsögnum. Ronaldo á móti Messi,“ skrifaði Turki Al-Sheikh, forseti ráðsins sem sér um skemmtanamál í Sádi-Arabíu. Skipuleggjendur leiksins auglýstu hann undir slagorðinu fræga „The Last Dance“ eða „Síðasti dansinn“ eins og Michael Jordan gerði frægt í heimildarmyndinni sinni. Messi tók þátt í þessu saman móti í fyrra en hann var þá leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain. Þar mætti hann líka Ronaldo en PSG vann leikinn 5-4. Þar var einnig haft eftir Jorge Mas, forseta Inter Miami, þar sem hann hrósaði meðal annars þróun fótboltans í Sádí Arabíu. Fréttirnar af leik milli Lionel Messi og Cristinao Ronaldo fór eins og eldur í sinu út um allan heiminn en nú verður líklegast ekkert að þessum leik. Bandaríska félagið kom af fjöllum um að eitthvað samkomulag væri í höfn. „Fyrr í dag var tilkynnt að Inter Miami muni taka þátt í Riyadh Season Cup. Það er rangt. Í yfirlýsingunni var einnig haft eftir Jorge Mas, forseta okkar félags. Mas hefur aldrei sagt þetta um undirbúningsmótið, hvort sem það er opinberlega eða í trúnaði,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska félagsins. Lionel Messi and Cristiano Ronaldo's have DOMINATED football since 2008.This is absurd pic.twitter.com/61Wpqs9G3G— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Bandaríska félagið Inter Miami segir að ekkert samkomulag sér í höfn milli sín og félaganna i Sádi Arabíu og að þessi yfirlýsing Sádana sé því hreinlega röng. Inter Miami átti að taka átt í Riyadh Season Cup ásamt sádi-arabísku félögunum Al-Nassr og Al Hilal. Breaking: Inter Miami have released a statement regarding their rumored participation in the Riyadh Season Cup, saying 'this is inaccurate' and that team owner Jorge Mas 'has made no comments, publicly or privately, in relation to the preseason tour.' pic.twitter.com/XTDjKk5vBR— ESPN FC (@ESPNFC) November 21, 2023 Cristinao Ronaldo spilar með Al-Nassr en Neymar er leikmaður Al Hilal. Neymar tekur ekki þátt í mótinu þar sem hann er nýbúinn að slíta krossband. „Síðasti dansinn hjá tveimur fótboltagoðsögnum. Ronaldo á móti Messi,“ skrifaði Turki Al-Sheikh, forseti ráðsins sem sér um skemmtanamál í Sádi-Arabíu. Skipuleggjendur leiksins auglýstu hann undir slagorðinu fræga „The Last Dance“ eða „Síðasti dansinn“ eins og Michael Jordan gerði frægt í heimildarmyndinni sinni. Messi tók þátt í þessu saman móti í fyrra en hann var þá leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain. Þar mætti hann líka Ronaldo en PSG vann leikinn 5-4. Þar var einnig haft eftir Jorge Mas, forseta Inter Miami, þar sem hann hrósaði meðal annars þróun fótboltans í Sádí Arabíu. Fréttirnar af leik milli Lionel Messi og Cristinao Ronaldo fór eins og eldur í sinu út um allan heiminn en nú verður líklegast ekkert að þessum leik. Bandaríska félagið kom af fjöllum um að eitthvað samkomulag væri í höfn. „Fyrr í dag var tilkynnt að Inter Miami muni taka þátt í Riyadh Season Cup. Það er rangt. Í yfirlýsingunni var einnig haft eftir Jorge Mas, forseta okkar félags. Mas hefur aldrei sagt þetta um undirbúningsmótið, hvort sem það er opinberlega eða í trúnaði,“ sagði í yfirlýsingu bandaríska félagsins. Lionel Messi and Cristiano Ronaldo's have DOMINATED football since 2008.This is absurd pic.twitter.com/61Wpqs9G3G— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023
Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira