Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:33 Inna Varlamova og Sergey Mironov. Rétlátt Rússland Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hjónin hafa ættleitt stúlkuna en stjórnvöld í Úkraínu vilja að henni verði skilað. Rannsókn BBC Panorama miðaði að því að komast að því hvað hafði orðið um 48 börn sem voru flutt af barnaheimili í Kherson eftir að Rússar hernámu borgina. Þau eru meðal 20.000 barna sem stjórnvöld í Úkraínu segja hafa verið flutt til Rússlands eftir að Rússar réðust inn í landið. Umrædd stúlka hér Margarita og var 10 mánaða þegar hún var lögð inn á barnaspítalann í Kherson í fyrra vegna berkjubólgu. Hún var yngsti skjólstæðingur barnaheimilisins, þar sem börn voru vistuð ef foreldrar þeirra höfðu gefið eftir forræði, fallið frá eða ef börnin voru alvarlega veik. Móðir Margaritu hafði afsalað sér forræði yfir stúlkunni og ekki var vitað um föður hennar. Einn daginn mætti kona í fjólubláum kjól á barnasjúkrahúsið og kynnti sig sem yfirmann barnamála frá Moskvu. Skömmu eftir að konan fór hófu starfsmenn sjúrahússins að fá ítrekuð símtöl frá embættismanni á vegum Rússa um að Margarita ætti að fara aftur á barnaheimilið. Eftir viku var Margarita útskrifuð en einum eða tveimur dögum síðar komu rússneskir menn og tóku hana. Sjö vikum síðar mætti rússneskur þingmaður með fleiri mönnum og öll börnin voru tekin, þeirra á meðal hálfbróðir Margaritu. Myndskeiði af brottflutningunum var deilt á Telegram af þingmanninum, þar sem hann sagði að flytja ætti börnin í öruggt skjól á Krímskaga. Missing Ukrainian child traced to Putin ally https://t.co/cDAVmc21yD— BBC News (UK) (@BBCNews) November 23, 2023 Rannsókn BBC leiddi í ljós að konan í fjólubláa kjólnum væri Inna Varlamova, starfsmaður rússneska þingsins. Hún hafði gifst Sergey Mironov, leiðtoga Réttlátt Rússland, stjórnarandstöðuflokks sem styður Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Blaðamennirnir komust yfir skjöl sem sýndu að Mironov og Varlamova væru foreldrar stúlku að nafni Marina, sem átti sama afmælisdag og Margarita. Frekari athuganir leiddu í ljós að Marina væri sannarlega Margarita og að hún hefði verið ættleidd af hjónunum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er óheimilt að flytja almenna borgara úr landi á stríðstímum og einnig að breyta fjölskyldustöðu barna. Þá hafa stjórnvöld í Rússlandi sagt að engar ættleiðingar frá Úkraínu hafi átt sér stað. Nú kveður hins vegar við annan tón, þar sem embættismenn segja stóra hluta Úkraínu nú með réttu tilheyra Rússlandi og alla sem þar búa þar með ríkisborgara Rússlands. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13 Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum. 31. júlí 2023 10:13
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16. júní 2023 07:02
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19