Ófært Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifa 23. nóvember 2023 10:30 Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun