Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 11:44 Íslenska landsliðið mun þurfa að tengja saman tvo sigra í mars á næsta ári til að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira