„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24