Frá þessu er greint á vefsíðu NRK en Noregur hefur titil að verja á mótinu og til að takmarka hættuna á því að leikmenn liðsins veikist hefur verið ákveðið að samskiptum þeirra við stuðningsmenn verði haldið í algjöru lágmarki á meðan á mótinu stendur.
Ákvörðun Þóris hefur verið harðlega gagnrýnd af ákveðnum aðilum í Noregi, þar á meðal af blaðamanninum Leif Welhaven.
Þórir ætlar sér ekki að draga þessa ákvörðun sína til baka en Noregur mun, líkt og Danmörk og Svíþjóð, leika á heimavelli á mótinu.
„Við verðum eins og farandsirkus í nóvember og desember. Munum heimsækja fólk í Hamar, Lillehammer, Stavanger og Þrándheimi. Við þurfum að breiða út eldmóð og leggja hart að okkur til að skapa góðan grunn að úrslitum fyrir okkur innan vallar. Það er það sem norska þjóðin vill.
Svo þurfum við að grípa til ákveðinna fyrirbyggjandi aðgerða og hugsa vel um okkur. Við munum gefa færri færi á okkur utan vallar en munum þó útbýta eiginhandaráritunum, myndum af stelpunum og gefa kost á sjálfum úr ákveðinni fjarlægð.
Það er ábyrgðarhlutverk hjá okkur að hugsa vel um okkur. Við gætum verið að fara spila tólf leiki á fjórum vikum og þá er það mikilvægt að hafa eins marka leikmenn heila heilsu eins og kostur er á.
Norska landsliðið hefur leik á HM á miðvikudaginn í næstu viku þegar að liðið tekur á móti Grænlandi. En áður en að sá leikur fer fram tekur Noregur þátt á Posten Cup æfingarmótinu sem hefst í dag. Þar mun liðið meðal annars mæta Íslandi á laugardaginn kemur.