Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 15:27 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira