Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum Anna Lára Steindal skrifar 26. nóvember 2023 09:01 Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar