„Körfuboltaleikur í kvöld en ekki tilfinningalegur rússíbani“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur er á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í dag Vísir/Samsett mynd Pétur Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir það vissulega sérstaka tilfinningu að vera halda inn í útileik gegn nágrönnunum frá Grindavík þar sem að leikurinn verður spilaður í Smáranum í Kópavogi. Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli