FIFA rannsakar óeirðirnar fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 22:30 Óeirðir brutust út fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu. Marcello Dias/Eurasia Sport Images/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafið rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað uppi í stúku og urðu til þess að viðureign Brasilíu og Argentínu seinkaði á aðfaranótt miðvikudags. Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja. Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja.
Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira