Þekktasta rödd pílukastsins leggur míkrafóninn á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 23:30 Það kannast líklega allir sem hafa fylgst með pílukasti við rödd Russ Bray. Pieter Verbeek/BSR Agency/Getty Images Russ Bray, dómari og líklega þekktasta rödd pílukastsögunnar, ætlar sér að leggja míkrafóninn á hilluna eftir heimsmeistaramótið í pílukasti sem hefst í næsta mánuði. Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu. Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu.
Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira