Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 23:22 Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira