Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 23:22 Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira