„Enginn góður kostur í stöðunni“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:03 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Vilhelm Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01
Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur