„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 28. nóvember 2023 20:18 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Atvikið átti sér stað föstudagskvöldið 17. nóvember þegar akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni. Aðeins ein vatnslögn liggur til Eyja og nú er ljóst að raunveruleg hætta er á að lögnin rofni alveg. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir málið alvarlegt. „Það er verið að vinna að þessu verkefni sem snýr að því að reyna að stabilísera lögnina þannig að hún haldi sem lengst. En svo er forgangsverkefni að ný lögn verði lögð næsta sumar,“ segir Íris. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og sést á myndum í fréttinni hér að ofan, sem teknar eru neðansjávar, er umfang skemmda mikið. Þær ná yfir um 300 metra kafla á lögninni, sem hefur færst verulega úr stað sem gerir viðgerð erfiða. Þrátt fyrir að lögnin sé enn nothæf og nái að þjóna vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu er eina varanlega lausnin ný lögn fyrir Eyjamenn. Ekki góð tilfinning „Það er allt gert til að tryggja það að hér verði vatn í Eyjum áfram eins og við erum með í dag. Við erum með eðlilegt vatnsrennsli hjá okkur í dag og bara vonandi að það sé tryggt áfram. En þetta er auðvitað ekki góð tilfinning,“ segir Íris. Nauðsynlegt sé að tryggja það að hitaveitan hafi vatn og verið sé að vinna í mögulegum sviðsmyndum. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Skipstjóri og stýrimaður hafi lokið störfum hjá Vinnslustöðinni en ástæður uppsagnar verði ekki tilgreindar. Bótaskylda ljós og kostnaður við nýja lögn tveir milljarðar Íris segir málið á borði lögreglu. „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt.“ Innviðaráðherra segir nauðsynlegt að reyna nýta skemmdu lögnina eins lengi og hægt er. Í sumar hafi kostnaður við nýja lögn verið metinn á rúma tvo milljarða og eðlilegt væri að ríkið taki þátt í þeim kostnaði þrátt fyrir að lögnin sé í eigu Vestmannaeyjabæjar og HS veitur sjái um rekstur hennar. „Ef það þarf að flýta þessu getur það orðið meiri kostnaður en þetta er verkefni sem þarf að fara í. En það er háð því að aðeins sé lagt út að sumarlagi þannig að við verðum að vonast til að hægt sé að lagfæra lögnina þannig hún hangi í vetur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við fréttastofu í dag.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34
Lýsa yfir hættustigi vegna skemmda á vatnslögn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Þetta hefur verið gert í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og kemur fram í tilkynningu að skemmdirnar séu umfangsmiklar og alvarlegar. 28. nóvember 2023 09:50
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent