Guardiola: Þarf ég að segja þetta aftur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:31 Erling Haaland fagnar metmarkinu sínu í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Það er nánast daglegt brauð að norski framherjinn Erling Haaland bæti einhvers konar markamet enda raðar hann inn mörkum með Manchester City. Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira