Garnacho kom Manchester United í 1-0 á móti Everton með stórbrotinni hjólhestaspyrnu, mark sem menn eru þegar farnir að kalla mark ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Garnacho tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og skaut honum aftur fyrir sig og í fjærhornið, algjörlega óverjandi fyrir Jordan Pickford í markinu.
Flestir leikmenn hefðu örugglega passað upp á skóna sem þeir skora svona mark í en þessi nítján ára strákur var alveg til í að gefa þá.
Alejandro Garnacho s Puskás contender inspires Manchester United to a big win at Everton pic.twitter.com/uMXkU2d0Xh
— B/R Football (@brfootball) November 26, 2023
Hann vissi af George, ungum stuðningsmanni Manchester United, sem átti afmæli og ákvað að gefa George skóna í afmælisgjöf. Garnacho áritaði skóna og gaf stráknum.
George hafði beðið átrúnaðargoðið sitt að árita veggspjald með mynd af Garnacho en sá argentínski gerði meira en það.
Garnacho lét hann líka vita að þetta væru skórnir þegar hann var í þegar skoraði undramarkið á móti Everton.
Strákurinn grét af gleði á eftir og Garnacho vann sér örugglega inn stig hjá mörgum með þessu góðverki sínu.