Trausti Fannar skipaður formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 11:49 Trausti Fannar Valsson er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira