Handbolti

Ís­land fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópu­deildarinnar

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Vals og Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta á síðasta tímabili
Frá leik Vals og Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta á síðasta tímabili

Ísland fær tvö sæti í riðlakeppni Evrópudeildar félagsliða í handbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst fyrr í dag þegar að Evrópska hand­knatt­leiks­sam­bandið gaf út styrk­leika­lista deildarinnar fyrir næstu leik­tíð.

Í karla­flokki stekkur Ís­land um­ upp um átta sæti. Fer úr 24.sæti upp í 16.sæti og vinnur sér um leið tvö sæti í riðla­keppni Evrópu­deildarinnar á næsta tíma­bili en á yfir­standandi tíma­bili á Ís­land ekkert sæti í keppninni. Stökk Íslands á listanum má rekja til góðs árangurs íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum undanfarið. 

Eru þetta afar góðar fréttir fyrir ís­lenskan hand­bolta en flott frammi­staða Vals­manna í keppninni á síðasta tíma­bili er mörgum fersk í minni. Auk þessa á Ís­land rétt á tveimur sætum í Evrópu­bikar næsta tíma­bils.

Þá halda ís­lensk fé­lags­lið í kvenna­flokki eina sæti sínu í Evrópu­deildinni á næsta tíma­bili en sætunum í Evrópubikarnum verða þrjú. Á styrk­leika­listanum kvenna megin fer Ís­land úr 21. sæti upp í 18. sæti.

Styrkleikalistann í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×