Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2023 18:29 Teikning af nýrri Ölfusárbrú séð úr suðri. Ingólfsfjall í baksýn. Vegagerðin Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að alútboð brúargerðarinnar hafi verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Umsóknir hafi borist frá fimm þátttakendum og hafi þeir allir uppfyllt þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og verið metnir hæfir. Verktakahóparnir fimm sem taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fyrirtækin eru: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Markmiðið með framkvæmdunum segir Vegagerðin að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Framkvæmdaleyfi fékkst frá sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi í september síðastliðnum að lokinni grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust. Stöð 2 fjallaði um útboðið í apríl í vor í frétt sem sjá má hér: Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin séð úr suðaustri.Vegagerðin Með brúnni færist hringvegurinn út fyrir þéttbýlið á Selfossi og fylgir verkinu að leggja nýjan 3,7 kílómetra langan kafla hringvegarins og um einn kílómetra af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við hringveginn austan Selfoss, undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja. Teikningin sýnir hvernig hringvegurinn færist austur fyrir Selfoss með nýjum slaufugatnamótum.Vegagerðin Vegagerðin segir að með þessari framkvæmd styttist hringvegurinn um 1,2 kílómetra og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig muni greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafi skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Gert sé ráð fyrir að umferð þyngri ökutækja verði ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hafi verið tekin í notkun. Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að alútboð brúargerðarinnar hafi verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Umsóknir hafi borist frá fimm þátttakendum og hafi þeir allir uppfyllt þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og verið metnir hæfir. Verktakahóparnir fimm sem taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Fyrirtækin eru: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Markmiðið með framkvæmdunum segir Vegagerðin að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. Framkvæmdaleyfi fékkst frá sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi í september síðastliðnum að lokinni grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust. Stöð 2 fjallaði um útboðið í apríl í vor í frétt sem sjá má hér: Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Brúin séð úr suðaustri.Vegagerðin Með brúnni færist hringvegurinn út fyrir þéttbýlið á Selfossi og fylgir verkinu að leggja nýjan 3,7 kílómetra langan kafla hringvegarins og um einn kílómetra af öðrum tveggja akreina vegum. Gera þarf ný vegamót við hringveginn austan Selfoss, undirgöng fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja. Teikningin sýnir hvernig hringvegurinn færist austur fyrir Selfoss með nýjum slaufugatnamótum.Vegagerðin Vegagerðin segir að með þessari framkvæmd styttist hringvegurinn um 1,2 kílómetra og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig muni greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafi skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Gert sé ráð fyrir að umferð þyngri ökutækja verði ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hafi verið tekin í notkun.
Ný Ölfusárbrú Árborg Flóahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00
Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18