Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar