Fá að spila áfram þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 09:47 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið sakaðir um kynferðisbrot en fengið samt að spila áfram. Getty/Catherine Ivill Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa haldið áfram að spila leikmönnum vitandi það að þeir hafa fengið á sig ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira