Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 15:11 Ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Eyjum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32