„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 21:01 Kristinn Óli skaust upp á stjörnuhimininn með lagið BOBA ásamt Jóa Pé árið 2017. Móðurskipið Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp