Reykjalundur myglaður: Stjórnvöld verði að hjálpa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2023 23:01 Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. einar árnason Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar, en stórum hluta af húsnæðinu verður lokað á morgun. Allt verði reynt til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Starfsfólki og sjúklingum Reykjalundar var í dag tilkynnt að stórum hluta af húsnæði stofnunarinnar verði lokað á morgun vegna heilsuspillandi aðstæðna. Forsvarsmenn Reykjalundar ákváðu fyrr á árinu að framkvæma úttekt á stöðu húsnæðisins vegna gruns um myglu og var niðurstaðan sú að óheilnæmt væri að dvelja í húsnæðinu. Tveimur álmum verður lokað ásamt nokkrum minni hlutum. Þá verður öllum útihúsum lokað sem hýsa sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustuna en búa úti á landi. Forstjórinn segir að óvíst hve langan tíma taki að koma húsnæðinu í ásættanlegt horf. Allt verði gert til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Það eru 32 starfsmenn að missa sína vinnuaðstöðu við þessar breytingar af 180 og við erum í þessum töluðu orðum að púsla því saman hvernig við getum fært til fólk þannig að það verði sem allra, allra minnst skerðing á þjónustu,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Sorglegt SÍBS er eigandi húsnæðisins en Pétur segir samtökin ekki hafa fengið neina styrki frá ríkinu til viðhalds á húsnæðinu í gegnum árin. „Sem er mjög sorglegt og það þarf að ganga í það mál að ríkið komi að málum hér, að það greiði fyrir viðhald á þessu húsnæði eins og það gerir víða annars staðar.“ Enda segir hann óeðlilegt að viðhald á stærstu endurhæfingarstofnun landsins fari eftir því hvernig góðgerðasamtökum gengur að safna pening. „Það er sjálfsagt að þeirra fjármagn eigi að fara í að byggja fyrir okkur nýtt íþróttahús eða sundlaug eða eitthvað slíkt en daglegt viðhald á að sjálfsögðu að vera greitt af ríkinu sem við erum að þjónusta rétt eins og mjög víða annars staðar í samfélaginu þar sem ríkið greiðir fyrir húsnæði í heilbrigðisþjónustu og ýmsrar annarrar þjónustu.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira