Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 16:02 Aðgerðin var framkvæmd af kvensjúkdómalækni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Í dóminum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Hvergi minnst á að sá vinstri yrði fjarlægður Í dómi Landsréttar kom fram að í þeim gögnum sem lægju fyrir um aðdraganda aðgerðar konunnar væri þess hvergi getið að til greina hefði komið að fjarlægja vinstri eggjastokk hennar við aðgerðina. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna hefði því verið slegið föstu að það að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar hefði, eins og á stóð, ekki verið meðferð sem talist gæti bráðnauðsynleg í skilningi laga um réttindi sjúklinga. Það hvort sá eggjastokkur yrði fjarlægður væri því atriði sem hún hefði sjálf átt að fá ráðið samkvæmt meginreglu nefndrar greinar sömu laga. Ósannað væri að konan hefði samþykkt þá meðferð, sem hefði farið þvert gegn þeim tilgangi með aðgerðinni að undirbúa hana undir glasafrjóvgunarmeðferð. Þá hafi legið fyrir að aðgerðin var óafturkræf. Þegar þessa væri gætt þætti læknirinn, með því að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar án hennar samþykkis, hafa sýnt af sér slíka háttsemi að telja yrði saknæmisskilyrði skaðabótalaga um stórkostlegt gáleysi uppfyllt í málinu. Af þeim sökum hafi verið fallist á það með konunni að hún ætti rétt til greiðslu miskabóta úr hendi Sjúkratrygginga vegna hinnar saknæmu háttsemi læknisins á grundvelli laga um sjúklingatryggingu. Við mat á miskabótum til handa konunni hafi verið litið til umfjöllunar og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um afleiðingar aðgerðarinnar. Þá hafi sérstaklega verið litið til þess að með aðgerðinni hafi konan, að henni forspurðri, verið svipt allri von um frekari barneignir. Sjúkratryggingum var því gert að greiða konunni 1.500.000 krónur í miskabætur. Hún hafði farið fram á tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Í dóminum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að einstaklingur með endómetríósu fær mánaðarlega innvortis blæðingar þar sem endómetríósufrumur hafa lagst, sem getur verið á hinum ýmsu líffærum. Þar sem blóðið kemst hvergi í burtu geta myndast blöðrur á blæðingarstöðum. Þá geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annars staðar í líkama sem getur valdið miklum sársauka. Undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð Aðgerð konunnar framkvæmdi kvensjúkdómalæknir á Landspítala, öðrum kvensjúkdómalækni en sá sem hafði meðhöndlað hana í langan tíma. Speglunin var undirbúningur fyrir glasafrjóvgunarmeðferð sem konan hugðist gangast undir. Samkvæmt dómi héraðsdóms stóð til í aðgerðinni að brenna endómetríósu, fjarlægja stórt endómetríóma á hægri eggjastokk og eftir atvikum sjálfan eggjastokkinn ásamt því að leysa úr samvöxtum í kviðarholi sem gætu valdið konunni sársauka. Í aðgerðinni fundust nokkur minni endómetríóma á vinstri eggjastokknum, sem ekki átti að fjarlægja en svo fór að læknirinn taldi nauðsynlegt að fjarlægja hann líka. Báðir eggjastokkar konunnar voru því fjarlægðir sem hafði í för með sér ótímabær tíðahvörf. Konan hafnar því alfarið að hafa veitt samþykki fyrir því að vinstri eggjastokkurinn yrði fjarlægður. Hvergi minnst á að sá vinstri yrði fjarlægður Í dómi Landsréttar kom fram að í þeim gögnum sem lægju fyrir um aðdraganda aðgerðar konunnar væri þess hvergi getið að til greina hefði komið að fjarlægja vinstri eggjastokk hennar við aðgerðina. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna hefði því verið slegið föstu að það að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar hefði, eins og á stóð, ekki verið meðferð sem talist gæti bráðnauðsynleg í skilningi laga um réttindi sjúklinga. Það hvort sá eggjastokkur yrði fjarlægður væri því atriði sem hún hefði sjálf átt að fá ráðið samkvæmt meginreglu nefndrar greinar sömu laga. Ósannað væri að konan hefði samþykkt þá meðferð, sem hefði farið þvert gegn þeim tilgangi með aðgerðinni að undirbúa hana undir glasafrjóvgunarmeðferð. Þá hafi legið fyrir að aðgerðin var óafturkræf. Þegar þessa væri gætt þætti læknirinn, með því að fjarlægja vinstri eggjastokk konunnar án hennar samþykkis, hafa sýnt af sér slíka háttsemi að telja yrði saknæmisskilyrði skaðabótalaga um stórkostlegt gáleysi uppfyllt í málinu. Af þeim sökum hafi verið fallist á það með konunni að hún ætti rétt til greiðslu miskabóta úr hendi Sjúkratrygginga vegna hinnar saknæmu háttsemi læknisins á grundvelli laga um sjúklingatryggingu. Við mat á miskabótum til handa konunni hafi verið litið til umfjöllunar og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um afleiðingar aðgerðarinnar. Þá hafi sérstaklega verið litið til þess að með aðgerðinni hafi konan, að henni forspurðri, verið svipt allri von um frekari barneignir. Sjúkratryggingum var því gert að greiða konunni 1.500.000 krónur í miskabætur. Hún hafði farið fram á tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira