Dæmdur fyrir ofsaakstur á stolnum bíl undan lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 19:57 Ófsaakstur mannsins var meðal annars um Sæbrautina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna fjölda brota sem áttu sér flest stað í fyrra. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot. Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum, önnur innihélt níu ákæruliði og hin sjö. Ákæruvaldið féll þó frá fjórum ákæruliðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir tíu af ellefu ákæruliðum. Á 110 þar sem sextíu er hámark Einn umfangsmesti ákæruliðurinn varðaði ofsaakstur mannsins. Honum var gefið að sök að stela bíl í Reykjavík, ásamt öðrum manni og aka bílnum sviptur ökuréttindum og undir áhrifum amfetamíns og kókaíns. Maðurinn ók bílnum vestur Sæbrautina þar sem lögreglan ætlaði sér að hafa afskipti af honum, og gaf ljós- og hljóðmerki þess efnis. Maðurinn fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu, þvert á móti jók hann hraða bílsins. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægilegrar tillitsemi og varúðar miðað við aðstæður. Áætlað er að hann hafi ekið á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu. Landsréttur staðfesti dóminn í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir vikið hóf lögreglan eftirför. Þá er því lýst að maðurinn hafi ekið bifreiðinni gegn rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs, og síðan gegn einstefnu á Lindargötu. Þar er hann sagður hafa stöðvað bílinn og hlaupið á brott á meðan lögregla bað hann um að stansa. Að endingu tókst lögreglu að hafa afskipti af manninum við hús á Lindargötu. Skartgriparán og villandi bílnúmer Líkt og áður segir voru brot mannsins talsvert fleiri. Hann var til að mynda sakfelldur fyrir að taka skráningarnúmer af hvítum Toyota Yaris-bíl og setja á annan sams konar bíl. Og aka síðan á henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir að stela andvirði tveggja milljóna króna úr skartgripaverslun. Þá stal hann hlaupahjólum, að andvirði tæprar milljónar, úr verslun, stal bíl og framdi önnur umferðar- og fíkniefnabrot.
Dómsmál Fíkniefnabrot Umferð Reykjavík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira