„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2023 23:25 Þórir braut von Austurríkis um úrslit svo sannarlega snemma í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira