Fyrrverandi forseta neitað að fara úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. desember 2023 22:31 Petro Porosjenkó fyrrverandi Úkraínuforseta var neitað að fara úr landi. Vísir/AFP Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu. Porosjenkó var forseti Úkraínu frá 2014 til 2019 og hafði skipulagt fundi með valdamiklu fólki í Evrópu en þurfti að aflýsa þeim vegna þess að honum var ekki hleypt úr landi. Saka Kreml um aðild Öryggisþjónusta Úkraína segir Ungverjalandsforseta reglulega viðra andúkraínsk viðhorf og sakaði Kreml um að hafa stillt fundinum upp sem þætti í „upplýsinga- og sálrænum hernaði gegn Úkraínu.“ Zoltan Kovács, talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar, birti í kjölfarið færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, þar sem hann sagði Ungverjaland ekki hafa neinn áhuga á „innanríkis stjórnmáladeilum Selenskí forseta.“ In response to the statement published on the Security Service of Ukraine @ServiceSsu website:Hungary does not wish to play any part in President @ZelenskyyUa s internal political struggles. News reports such as this and these political purges are yet another indication that — Zoltan Kovacs (@zoltanspox) December 2, 2023 „Slíkar fréttir og slíkar pólitískar hreinsanir er enn annað sem bendir til þess að Úkraína sé ekki tilbúin að ganga í Evrópusambandið,“ bætti hann við. Áður neitað við landamærin Porosjenkó hefur áður verið neitað að yfirgefa landið, meðal annars í maí síðastliðnum þegar hann hugðist fara til Litháen. Eftir að hann fór úr embætti hefur hann sætt rannsóknum fyrir föðurlandssvik og spillingu sem hann heldur fram að hafi verið skipulagðar af arftaka hans og pólitíska erkifjanda Selenskí, núverandi forseta Úkraínu. Úkraína Ungverjaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Porosjenkó var forseti Úkraínu frá 2014 til 2019 og hafði skipulagt fundi með valdamiklu fólki í Evrópu en þurfti að aflýsa þeim vegna þess að honum var ekki hleypt úr landi. Saka Kreml um aðild Öryggisþjónusta Úkraína segir Ungverjalandsforseta reglulega viðra andúkraínsk viðhorf og sakaði Kreml um að hafa stillt fundinum upp sem þætti í „upplýsinga- og sálrænum hernaði gegn Úkraínu.“ Zoltan Kovács, talsmaður ungversku ríkisstjórnarinnar, birti í kjölfarið færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, þar sem hann sagði Ungverjaland ekki hafa neinn áhuga á „innanríkis stjórnmáladeilum Selenskí forseta.“ In response to the statement published on the Security Service of Ukraine @ServiceSsu website:Hungary does not wish to play any part in President @ZelenskyyUa s internal political struggles. News reports such as this and these political purges are yet another indication that — Zoltan Kovacs (@zoltanspox) December 2, 2023 „Slíkar fréttir og slíkar pólitískar hreinsanir er enn annað sem bendir til þess að Úkraína sé ekki tilbúin að ganga í Evrópusambandið,“ bætti hann við. Áður neitað við landamærin Porosjenkó hefur áður verið neitað að yfirgefa landið, meðal annars í maí síðastliðnum þegar hann hugðist fara til Litháen. Eftir að hann fór úr embætti hefur hann sætt rannsóknum fyrir föðurlandssvik og spillingu sem hann heldur fram að hafi verið skipulagðar af arftaka hans og pólitíska erkifjanda Selenskí, núverandi forseta Úkraínu.
Úkraína Ungverjaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira