Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 08:01 Ásmundur og Moustafa voru saman á fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppninni í Stafangri. Ásmundur reyndi að sannfæra þann egypska um að veita Norðurlöndunum HM 2029 eða 2031, þar á meðal nýrri höll á Íslandi. Vísir/Samsett Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira