Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 20:30 Hafsteinn Thor, sem hefur meira en nóg að gera við að framleiða afmælisdagatölin sín úr parketi enda vinsæl jólagjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk. Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk Hveragerði Jól Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk
Hveragerði Jól Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira