Múrbrjóturinn er árleg viðurkenning Landssamtakanna Þroskahjálp í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks og var það Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem veitti verðlaunin að þessu sinni.
Dagur Steinn sér um hlaðvarpið Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál sem varða fatlað fólk. Hann hefur þar og á samfélagsmiðlum gagnrýnt stjórnvöld og barist fyrir aðgengi fatlaðra á ýmsum vettvöngum.
Í aðsendu myndbandi af verðlaunaafhendingunni sést hópur manna í erfiðleikum með að hífa Dag, sem er í hjólastól vegna fötlunar, upp á sviðið. Það þegar var verið að veita honum verðlaun fyrir baráttu fyrir aðgengi fatlaðra.
Dagur sagði á meðan honum var komið upp á sviðið til að taka við verðlaununum að hann skyldi ganga í málið.