„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 09:30 Ólafur Ólafsson og Haraldur Birgisson sigurreifir með verðlaunagripinn sinn. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“ Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“
Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira