Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 08:53 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“ Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira