Samviskusáttmálinn Stefán Halldórsson skrifar 4. desember 2023 14:31 Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar