Frakkland áfram með fullt hús stiga í milliriðil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2023 21:40 Frakkland flaug áfram. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Frakkland vann Slóveníu með fjögurra marka mun í uppgjöri toppliða D-riðils, sama riðli og Ísland var í á HM kvenna í handbolta. Ísland og Angóla gerðu jafntefli fyrr i kvöld sem þýðir að Ísland leikur um Forsetabikarinn. Í B-riðli vann Svartfjallaland sex marka sigur á Ungverjalandi, lokatölur 24-18. Dijana Mugosa var markahæst í sigurliðinu með átta mörk, þar á eftir kom Tatjana Brnovic með sjö mörk. Það er því Svartfjallaland sem fer áfram í milliriðil með fjögur stig á meðan Ungverjaland fer áfram með tvö stig. Kamerún komst einnig í milliriðil en fer þangað stigalaust. Í D-riðli vann Frakkland eins og áður sagði sigur á Slóveníu, lokatölur 31-27. Tryggðu Frakkar sér þar með sigur í riðlinum. Léna Grandveau var markahæst hjá Frakklandi með sex mörk. Chloé Valentini kom þar á eftir með fimm mörk. Frakkland fer því í milliriðil með fjögur stig, Slóvenía tvö stig og Angóla stigalaust. Í F-riðli vann Þýskaland einstaklega öruggan sigur á Póllandi, lokatölur 33-17. Alina Grijseels var markahæst hjá Þýskalandi með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Xenia Smits og Antje Döll skoruðu fimm mörk hvor. Þær þýsku sigla inn í milliriðil með fjögur stig í farteskinu. Pólverjar taka tvö með sér og þá komst Japan áfram en verða án stiga í milliriðlinum. Í H-riðli vann Holland þægilegan 13 marka sigur á Tékklandi, lokatölur 33-20. Bo Van Wetering var markahæst hjá Hollandi með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Þær Laura Van Der Heijden og Nikita Van Der Vliet komu þar á eftir með fimm mörk hvor. Holland rúllaði riðlinum upp og fer með fjögur stig í milliriðil, Tékkland tekur tvö með sér en Argentína fer án stiga í milliriðil. Á morgun, þriðjudag, lýkur riðlakeppninni og þá verður ljóst hvernig milliriðlarnir líta út. Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. 4. desember 2023 18:35 Japan í milliriðil eftir stórsigur á Íran Japan er komið í milliriðil HM kvenna í handbolta þökk sé 32 marka sigri á Íran. Argentína og Kamerún tryggðu sér einnig sæti í milliriðli í kvöld. 4. desember 2023 19:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Í B-riðli vann Svartfjallaland sex marka sigur á Ungverjalandi, lokatölur 24-18. Dijana Mugosa var markahæst í sigurliðinu með átta mörk, þar á eftir kom Tatjana Brnovic með sjö mörk. Það er því Svartfjallaland sem fer áfram í milliriðil með fjögur stig á meðan Ungverjaland fer áfram með tvö stig. Kamerún komst einnig í milliriðil en fer þangað stigalaust. Í D-riðli vann Frakkland eins og áður sagði sigur á Slóveníu, lokatölur 31-27. Tryggðu Frakkar sér þar með sigur í riðlinum. Léna Grandveau var markahæst hjá Frakklandi með sex mörk. Chloé Valentini kom þar á eftir með fimm mörk. Frakkland fer því í milliriðil með fjögur stig, Slóvenía tvö stig og Angóla stigalaust. Í F-riðli vann Þýskaland einstaklega öruggan sigur á Póllandi, lokatölur 33-17. Alina Grijseels var markahæst hjá Þýskalandi með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Xenia Smits og Antje Döll skoruðu fimm mörk hvor. Þær þýsku sigla inn í milliriðil með fjögur stig í farteskinu. Pólverjar taka tvö með sér og þá komst Japan áfram en verða án stiga í milliriðlinum. Í H-riðli vann Holland þægilegan 13 marka sigur á Tékklandi, lokatölur 33-20. Bo Van Wetering var markahæst hjá Hollandi með sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Þær Laura Van Der Heijden og Nikita Van Der Vliet komu þar á eftir með fimm mörk hvor. Holland rúllaði riðlinum upp og fer með fjögur stig í milliriðil, Tékkland tekur tvö með sér en Argentína fer án stiga í milliriðil. Á morgun, þriðjudag, lýkur riðlakeppninni og þá verður ljóst hvernig milliriðlarnir líta út.
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. 4. desember 2023 18:35 Japan í milliriðil eftir stórsigur á Íran Japan er komið í milliriðil HM kvenna í handbolta þökk sé 32 marka sigri á Íran. Argentína og Kamerún tryggðu sér einnig sæti í milliriðli í kvöld. 4. desember 2023 19:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. 4. desember 2023 18:35
Japan í milliriðil eftir stórsigur á Íran Japan er komið í milliriðil HM kvenna í handbolta þökk sé 32 marka sigri á Íran. Argentína og Kamerún tryggðu sér einnig sæti í milliriðli í kvöld. 4. desember 2023 19:04