De Gea sagður til í að koma til Newcastle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 10:31 David De Gea í bikarúrslitaleiknum með Manchester United síðasta vor. Getty/Will Palmer Óvænt endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti verið í kortunum því spænski markvörðurinn David De Gea útilokar það ekki að bjarga Newcastle í sínum markvarðarvandræðum. Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira