Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 7. desember 2023 09:00 Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem herjar á konur um allan heim. Kynbundið ofbeldi fyrirfinnst í öllum samfélögum en er dulið þar sem það á sér gjarnan stað bak við luktar dyr heimilisins. Kynbundið ofbeldi er hluti af birtingarmynd þess valda- og kynjakerfis sem hvert samfélag býr við. Fatlaðar konur eru í einna mestri hættu á að verða beittar ofbeldi í samfélaginu. Fatlaðar konur geta verið þolendur ofbeldis með sama hætti og ófatlaðar konur. Auk þess að verða fyrir samskonar ofbeldi og ófatlaðar konur eru þær í aukinni hættu á að verða beittar ofbeldi sem sérstaklega er bundið við stuðningsþarfir þeirra og jaðarsetta stöðu í samfélaginu. Þegar rætt er um ofbeldi gegn fötluðum konum verður að horfa til þess að fatlaðar konur tilheyra öllum minnihluta- og jaðarsettum hópum hvers samfélags, en fatlaðar konur eru líka hinsegin, heimilislausar, af erlendum uppruna, aldraðar og með fíknivanda. Nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðstæður þeirra: Fatlaðar konur eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi af margvíslegu tagi – vanrækslu, líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og fjárhagslegu ofbeldi. Fatlaðar konur eiga á hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu umönnunaraðila. Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfélagsins. Fatlaðar konur eru líklegri til að þola ofbeldi yfir lengri tíma. Fatlaðar konur verða fyrir margskonar ofbeldi á lífsleiðinni af hálfu ólíkra gerenda. Fatlaðar konur er líklegri til að hafa þolað ofbeldi af hendi maka eða kærasta en aðrar konur. Fatlaðar konur eru líklegri til þess að tilkynna ekki um ofbeldi af ótta við að missa sjálfstæði sitt og að börnin verði tekin frá þeim. Fatlaðar konur er líklegri til að geta ekki varið sig. Fatlaðar konur eru líklegri til að vera með lágt sjálfsmat og búa við félagslega einangrun en ófatlaðar konur. Fatlaðar konur eru fjölbreyttur hópur og ofbeldi sem þær verða fyrir er margbreytilegt. Það þykja sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa lífinu laus við ofbeldi. Allir eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til lífs. Árið 1948 var lagður grunnur að alþjóðlegum mannréttindum með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar Mannréttindayfirlýsingarinnar hafa margir mannréttindasamningar orðið til, þ.á m. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það er ekki að ástæðulausu að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var saminn, en hann áréttar mikilvægi þess í 6. gr. að aðildarríki að honum sjái til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að tryggja fatlaðar konur fái notið til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun