Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 11:00 Skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi var kynnt í morgun. Vísir/Vilhelm Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Sendur var póstur á 19.331 manns og þeim beðið að taka þátt í rannsókninni. 4.480 manns samþykktu það og af þeim svöruðu 3.585 manns. Markmið könnunarinnar var að skoða fjárhagsstöðu fatlaðs fólks, stöðu þess á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og fordóma, auk stöðu á vinnumarkaði og viðhorf til þjónustu TR. Sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Meðal þess sem kemur fram í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er að ríflega þriðjungur fatlaðra býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort. Þannig geta tæplega sjö af hverjum tíu ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Þá metur meira en helmingur fatlaðra fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu. Mikill munur er á fjölda þeirra í hópi fatlaðs fólks sem getur mætt óvæntum útgjöldum miðað við fjöldann í hópi launafólks.Varða Þá kemur slæm fjárhagsstaða í veg fyrir að fatlað fólk geti greitt grunnþætti fyrir börn. Tæplega fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Sami fjöldi, fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir. Staða einhleypra foreldra verst Þá er fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk á öllum mælikvörðum verst. Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári. Einhleypir foreldrar hafa það töluvert verra en aðrir.Varða Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja, né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrri börn sín. Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðikostnaði. Sjö af hverjum tíu við bága andlega líðan Þá kemur fram í skýrslu ÖBÍ og Vörðu að sjö af hverjum tíu meðal fatlaðra búi við slæma andlega líðan. Hlutfallið er hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu. Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig. Það á við um 15 prósent einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun. Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri. Þá hafa ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður. Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óventum 80.000 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.Varða Kynning_á_niðurstöðum_ÖBÍPPTX2.6MBSækja skjal
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent