Rannsakendur trúðu varla eigin augum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ , Sonja Yr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Ívar Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist. Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Stærsti hluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Ríflega þriðjungur býr við fátækt og helmingur metur fjárhagsstöðu sína verr en fyrir ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunnar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka. Könnunin var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Ríflega nítján þúsund manns voru í hópi þeirra sem voru beðnir um að taka þátt og af þeim svöruðu um 3600. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir niðurstöðurnar sláandi. „Niðurstöðurnar eru þær að fjárhagsstaða þeirra sem eru á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er mjög slæm á öllum mælikvörðum. Einhleypir foreldrar standa þarna sérstaklega illa. Þá er andleg líðan slæm hjá gríðarlega stóru hlutfalli hópsins, mikil félagsleg einangrun. Fólk hefur þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu. Fatlað fólk hér á landi stendur ekki við sama borð og aðrir í samfélaginu. Fólkið hefur ekki sömu tækifæri til mannsæmandi lífs,“ segir Kristín. Hún segir að það hafi komið rannsakendum á óvart hversu sláandi niðurstöðurnar eru. „Það var ekkert sem gat undirbúið okkur hjá Vörðu fyrir að niðurstöðurnar yrðu svona slæmar fyrir þennan hóp. Við fórum ítrekað yfir þær sökum þess hvað þær voru sláandi. Þetta voru niðurstöður eins og að þriðjungur einhleypra foreldra í hópnum býr við sárafátækt.“ Ráðmenn þurfi að bregðast við Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ segir að ráðamenn verði að bregðast við. „Það þarf að hlusta og vinna með þessar niðurstöður. Auka samráð og samtal,“ segir Alma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir kerfið hafa brugðist þessum hópi fólks „Þetta er saga velferðarkerfis sem hefur brugðist og það aðgerðir til. Skilvirkasta leiðin er í gegnum barnabótakerfið og húsnæðisstuðning,“ segir Sonja.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00 Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15 Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. 6. desember 2023 11:00
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6. desember 2023 12:15
Haraldur hlaut Kærleikskúluna Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. 6. desember 2023 12:00