Fátækari með hverju árinu! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2023 15:02 Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. Niðurstöðurnar vöktu mér djúpa sorg. Þær voru í engum samhljómi við orð ráðamanna sem óþreytandi segja okkur þjóðinni, að allt sé í lukkunar velstandi, jöfnuður hinn mesti meðal OECD ríkja og hagsæld meiri en nokkru sinni. Í gær voru í fréttum niðurstöður PISA rannsóknar á námsgetu barna á Íslandi, skemmst er frá að segja að Ísland skoraði lægst og var megin orsök þess sögð vegna félagslegra þátta. Í könnun Vörðu var niðurstaðan sú að fólk sem hefur fatlast vegna veikinda og slysa eða fæðst fatlað býr að stærstum hluta við fátækt og sára fátækt, standa þar verst einstæðir foreldrar og fólk sem býr eitt. Meirihlutinn býr við verri fjárhagslega stöðu nú en fyrir ári síðan. Sjötíu prósent svarenda geta ekki mætt óvæntum útgjöldum upp að kr. 80.000. Fjörutíu prósent geta ekki haldið barnaafmæli, gefið jólagjafir né afmælisgjafir eða kostað tómstundir barna sinna. Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan og tíu prósent hafa daglega sjálfvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig. Við skulum átta okkur á að hópurinn sem samanstendur af fólki úr öllum þjóðfélagsstigum, fólki sem vegna fötlunar sinnar þarf í ofanálag að búa við virðingarleysi og vanrækslu af hendi stjórnvalda þar sem því og börnum þess er haldið í skefjalausri fátækt. Ég var formaður ÖBÍ í sex ár, á þeim árum reyndum við á margvíslegan hátt að fá stjórnvöld til að skilja og bregðast við alvarleika fátæktar og hvernig hún kemur niður á, ekki bara því fólki sem hefur fatlast heldur líka á börnum þess og fjölskyldum. Gerðar voru kannanir og sýndu niðurstöður þeirra sífellt versnandi stöðu, en ekki sífellt batandi stöðu hópsins. Ítrekað bentu samtökin á að bæta þyrfti stöðuna, draga þyrfti verulega úr eða taka út áhrif framfærsluuppbótarinnar á atvinnutekjur þannig að það fólk sem gæti unnið að hluta til bæri eitthvað úr bítum. Auk þess yrði að hækka lífeyri verulega. Þá þyrfti að skoða og bæta húsnæðismál hópsins sérstaklega. Fátt stórt hefur verið gert til að bæta stöðu hópsins, frítekjumarkið var hækkað um síðustu áramót í 200.000 kr. og var það vel, en framfærslubótin var EKKI afnumin og gagnaðist því hækkunin á engan hátt þeim stóra hóp sem hana hefur. Fámennur hópur ungs fólks sem bjó í heimahúsum svokallaður NEED hópur hafði þó gagn af þessu sem í sjálfu sér var gott. Í dag er staðan sú að einstaklingur sem vinnur 40% starf og tekur örorkulífeyrir á móti, ber ekkert úr bítum fyrir vinnu sína. Skerðing vegna framfærsluuppbótar kemur m.a. í veg fyrir það. Í raun myndi sami einstaklingur hafa 2000 kr. meira til ráðstöfunar á mánuði væri hann eingöngu á örorkulífeyri og heima hjá sér, svo öfugsnúið sem það nú er. Við bentum ítrekað á að strípaður örorkulífeyrir ætti aldrei að vera lægri en lágmarkslaun, hann er enn talsvert lægri. Það dugir ekki að mála yfir mygluna, hún heldur áfram að valda ómældum skaða meðan hún er ekki upprætt. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgðina sem þau tókust á hendur; að vera eini aðilinn sem ræður fjárhagslegri stöðu 20.000 einstaklinga á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að bæta fjárhagsstöðu örorku- og endurhæfingarlífeyristaka verulega og bæta félagslegt umhverfi hópsins umtalsvert. Það nægir ekki að bera á borð fyrir langsoltinn hópinn klisjukenndar frásagnir um hvað mikið stjórnvöld hafi gert, þegar niðurstaðan er ætíð sú, að það fæddist mús. Við stjórnvöld segi ég: Komið fram við fólk af virðingu, bjóðið því raunverulega aðstoð og hættið að plástra með smá aðgerðum. Takið á fátæktinni og framkvæmið af hugrekki! Ég hvet verkalýðshreyfinguna til að láta í sér heyra, flest sem eru á örorku- og endurhæfingarlífeyrir hafa verið á vinnumarkaði og eru á vinnumarkaði. Það skítur því skökku við að verkalýðshreyfingin láti sig litlui eða engu varða um afdrif sinna félaga. Láti sig engu varða að beinlínis sé gengið á mannvirðingu fólks sem hefur fallið af vinnumarkaði sökum veikinda eða slysa og því ýtt í sárafátækt. Hvað þarf staðan að verða slæm til að gripið verði til aðgerða sem breyta stöðunni til hins betra? Höfundur er eigandi örorkumats. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. Niðurstöðurnar vöktu mér djúpa sorg. Þær voru í engum samhljómi við orð ráðamanna sem óþreytandi segja okkur þjóðinni, að allt sé í lukkunar velstandi, jöfnuður hinn mesti meðal OECD ríkja og hagsæld meiri en nokkru sinni. Í gær voru í fréttum niðurstöður PISA rannsóknar á námsgetu barna á Íslandi, skemmst er frá að segja að Ísland skoraði lægst og var megin orsök þess sögð vegna félagslegra þátta. Í könnun Vörðu var niðurstaðan sú að fólk sem hefur fatlast vegna veikinda og slysa eða fæðst fatlað býr að stærstum hluta við fátækt og sára fátækt, standa þar verst einstæðir foreldrar og fólk sem býr eitt. Meirihlutinn býr við verri fjárhagslega stöðu nú en fyrir ári síðan. Sjötíu prósent svarenda geta ekki mætt óvæntum útgjöldum upp að kr. 80.000. Fjörutíu prósent geta ekki haldið barnaafmæli, gefið jólagjafir né afmælisgjafir eða kostað tómstundir barna sinna. Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan og tíu prósent hafa daglega sjálfvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig. Við skulum átta okkur á að hópurinn sem samanstendur af fólki úr öllum þjóðfélagsstigum, fólki sem vegna fötlunar sinnar þarf í ofanálag að búa við virðingarleysi og vanrækslu af hendi stjórnvalda þar sem því og börnum þess er haldið í skefjalausri fátækt. Ég var formaður ÖBÍ í sex ár, á þeim árum reyndum við á margvíslegan hátt að fá stjórnvöld til að skilja og bregðast við alvarleika fátæktar og hvernig hún kemur niður á, ekki bara því fólki sem hefur fatlast heldur líka á börnum þess og fjölskyldum. Gerðar voru kannanir og sýndu niðurstöður þeirra sífellt versnandi stöðu, en ekki sífellt batandi stöðu hópsins. Ítrekað bentu samtökin á að bæta þyrfti stöðuna, draga þyrfti verulega úr eða taka út áhrif framfærsluuppbótarinnar á atvinnutekjur þannig að það fólk sem gæti unnið að hluta til bæri eitthvað úr bítum. Auk þess yrði að hækka lífeyri verulega. Þá þyrfti að skoða og bæta húsnæðismál hópsins sérstaklega. Fátt stórt hefur verið gert til að bæta stöðu hópsins, frítekjumarkið var hækkað um síðustu áramót í 200.000 kr. og var það vel, en framfærslubótin var EKKI afnumin og gagnaðist því hækkunin á engan hátt þeim stóra hóp sem hana hefur. Fámennur hópur ungs fólks sem bjó í heimahúsum svokallaður NEED hópur hafði þó gagn af þessu sem í sjálfu sér var gott. Í dag er staðan sú að einstaklingur sem vinnur 40% starf og tekur örorkulífeyrir á móti, ber ekkert úr bítum fyrir vinnu sína. Skerðing vegna framfærsluuppbótar kemur m.a. í veg fyrir það. Í raun myndi sami einstaklingur hafa 2000 kr. meira til ráðstöfunar á mánuði væri hann eingöngu á örorkulífeyri og heima hjá sér, svo öfugsnúið sem það nú er. Við bentum ítrekað á að strípaður örorkulífeyrir ætti aldrei að vera lægri en lágmarkslaun, hann er enn talsvert lægri. Það dugir ekki að mála yfir mygluna, hún heldur áfram að valda ómældum skaða meðan hún er ekki upprætt. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgðina sem þau tókust á hendur; að vera eini aðilinn sem ræður fjárhagslegri stöðu 20.000 einstaklinga á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að bæta fjárhagsstöðu örorku- og endurhæfingarlífeyristaka verulega og bæta félagslegt umhverfi hópsins umtalsvert. Það nægir ekki að bera á borð fyrir langsoltinn hópinn klisjukenndar frásagnir um hvað mikið stjórnvöld hafi gert, þegar niðurstaðan er ætíð sú, að það fæddist mús. Við stjórnvöld segi ég: Komið fram við fólk af virðingu, bjóðið því raunverulega aðstoð og hættið að plástra með smá aðgerðum. Takið á fátæktinni og framkvæmið af hugrekki! Ég hvet verkalýðshreyfinguna til að láta í sér heyra, flest sem eru á örorku- og endurhæfingarlífeyrir hafa verið á vinnumarkaði og eru á vinnumarkaði. Það skítur því skökku við að verkalýðshreyfingin láti sig litlui eða engu varða um afdrif sinna félaga. Láti sig engu varða að beinlínis sé gengið á mannvirðingu fólks sem hefur fallið af vinnumarkaði sökum veikinda eða slysa og því ýtt í sárafátækt. Hvað þarf staðan að verða slæm til að gripið verði til aðgerða sem breyta stöðunni til hins betra? Höfundur er eigandi örorkumats.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun