Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu Kristrún Frostadóttir skrifar 6. desember 2023 16:02 Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun