Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 23:18 „Við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ segir Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Dúi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Sjá meira
Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Sjá meira