Átök í Ísrael og Palestínu Skipar Ísraelum að hætta að sprengja „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ Erlent 3.10.2025 22:00 Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01 Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41 Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38 Hamas liðar vilja ekki afvopnast Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa. Erlent 3.10.2025 07:16 „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Fótbolti 3.10.2025 07:03 Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01 Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. Innlent 1.10.2025 23:02 Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Erlent 1.10.2025 20:30 Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. Innlent 1.10.2025 14:44 Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Innlent 1.10.2025 08:46 Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Vanalega er það mikið kappsmál fyrir íþróttavöruframleiðendur að það viti sem flestir að þekktustu íþróttalið heims spili í þeirra búningum. Það á þó ekki við þegar kemur að ísraelska landsliðinu í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 07:31 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Innlent 1.10.2025 06:42 Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28 Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. Lífið 30.9.2025 14:53 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. Erlent 30.9.2025 06:50 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ Erlent 29.9.2025 19:41 Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels sitja nú á fundi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Umræðuefnið er tillaga ríkisstjórnar forsetans að friði á Gasa. Erlent 29.9.2025 16:22 Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. Lífið 27.9.2025 15:31 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Erlent 26.9.2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. Erlent 26.9.2025 07:32 Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26.9.2025 06:50 Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Fótbolti 25.9.2025 15:01 Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta að Bandaríkjastjórn sé ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans af hálfu stjórnvalda í Ísrael. Erlent 25.9.2025 06:50 Hélt ræðu gráti nær Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Innlent 24.9.2025 16:31 Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Fótbolti 24.9.2025 13:00 Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23.9.2025 16:03 Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03 Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Lífið 22.9.2025 16:59 Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Fótbolti 22.9.2025 08:36 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 58 ›
Skipar Ísraelum að hætta að sprengja „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ Erlent 3.10.2025 22:00
Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hamassamtökin segjast tilbúin að leysa alla ísraelska gísla úr haldi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Erlent 3.10.2025 20:01
Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Erlent 3.10.2025 15:41
Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína. Erlent 3.10.2025 09:38
Hamas liðar vilja ekki afvopnast Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa. Erlent 3.10.2025 07:16
„FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Fótbolti 3.10.2025 07:03
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01
Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. Innlent 1.10.2025 23:02
Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Erlent 1.10.2025 20:30
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. Innlent 1.10.2025 14:44
Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Innlent 1.10.2025 08:46
Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Vanalega er það mikið kappsmál fyrir íþróttavöruframleiðendur að það viti sem flestir að þekktustu íþróttalið heims spili í þeirra búningum. Það á þó ekki við þegar kemur að ísraelska landsliðinu í fótbolta. Fótbolti 1.10.2025 07:31
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Innlent 1.10.2025 06:42
Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erlent 30.9.2025 16:28
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. Lífið 30.9.2025 14:53
Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. Erlent 30.9.2025 06:50
Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ Erlent 29.9.2025 19:41
Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels sitja nú á fundi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Umræðuefnið er tillaga ríkisstjórnar forsetans að friði á Gasa. Erlent 29.9.2025 16:22
Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. Lífið 27.9.2025 15:31
Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Erlent 26.9.2025 13:48
Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. Erlent 26.9.2025 07:32
Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26.9.2025 06:50
Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Fótbolti 25.9.2025 15:01
Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta að Bandaríkjastjórn sé ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans af hálfu stjórnvalda í Ísrael. Erlent 25.9.2025 06:50
Hélt ræðu gráti nær Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Innlent 24.9.2025 16:31
Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Fótbolti 24.9.2025 13:00
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23.9.2025 16:03
Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03
Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Lífið 22.9.2025 16:59
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Fótbolti 22.9.2025 08:36