Sancho mögulega víxlað til baka Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 14:00 Jadon Sancho hefur sáralítið fengið að spila með Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Peter Powell Jadon Sancho gæti losnað úr útlegð sinni hjá Manchester United í janúar og orðið leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Dortmund á nýjan leik. Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira