Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra Jökull Sólberg skrifar 7. desember 2023 15:00 Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Alþingi Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar