Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. desember 2023 07:01 Sigríður Hagalín Björnsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Jólasögu. Vísir/Vilhelm „Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga. Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin. Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hér má sjá þáttinn: Múmínálfabók eftirminnilegust „Ég las mikið þegar ég var krakki og uppáhaldsbókin mín var Halastjarnan eftir Tove Jenson, ein af múmínálfabókunum. Enn þann dag í dag er þetta einhver flottasta skáldsaga sem ég hef lesið. Hún fjallar um heimsendi, það er að koma halastjarna og heimurinn er að fara að farast. Múmínálfarnir í sögunni þurfa að komast að því hvað er að gerast og hvort það sé hægt að bjarga heiminum en á meðan þurfa þeir líka að komast að því hvort það megi vera gaman. Hvort það megi halda ball, dansa, kaupa sér nýjar buxur og svona. Mín kynslóð ólst upp við að vera hrædd við kjarnorkustríð og að heimurinn myndi farast og það var svo ótrúlega frelsandi að lesa bók um þetta. Um heimsendi og hvernig væri hægt að lifa, verandi undir einhverri tilvistarógn. Sem er pínulítið eins og í dag. Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast.“ Stóra spurningin hlýtur því að vera má hafa gaman og svarar Sigríður brosandi: „Maður verður að hafa gaman.“ Sigríður Hagalín Björnsdóttir elskar jólabækurnar en bókin Halastjarnan er hvað eftirminnilegust hjá henni. Vísir/Vilhelm „Gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma“ Sigríður sendi nýlega frá sér bókina Deus sem fjallar meðal annars um samband mannkynsins við gervigreindina. Hún segir áhugavert að velta tækniþróuninni fyrir sér en það þurfi þó ekki alltaf að gera það á alvarlegan máta. „Þessi saga gerist í mjög nálægri framtíð eða bara í okkar samtíð sem er aðeins búið að ýkja. Það er líka bara gaman að gera svolítið grín að okkar samtíma, þar sem allt gengur meira og meira út á hraða, samfélagsmiðla, sumir hafa ekki tíma til að lesa eða pæla í hlutunum eða hvað það nú er. Þá er voða gaman að skrifa svona persónu eins og Sigfús Helgason, aðalpersónu í Deus, sem er svona ægilega pirraður yfir þessu. Manni má alveg finnast þetta líka pínu fyndið,“ segir Sigríður kímin.
Jólasaga Jól Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira