„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 09:03 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“ Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“
Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira