Guðbjörg hringdi bjöllunni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 11:50 Guðbjörg Matthíasdóttir hringdi Kauphallarbjöllunni um borði í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun. Nasdaq Iceland Viðskipti með hlutabréf Ísfélags hf. á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hófust í morgun. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags, hringdi af því tilefni Kauphallarbjöllunni um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn í morgun og naut hún þar aðstoð barnabarna sinna, þeim Magnúsi og Sigurði. Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“ Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Í tilkynningu frá Nasdaq segir að Ísfélag tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé 32. félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltics í ár. „Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið stundar aðallega veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, bolfiski og rækju auk þess sem dótturfélög þess stunda margþætta tengda starfsemi. Ísfélagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum og starfsstöðvar að auki á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Félagið er með 8,9% af heildarúthlutuðu aflamarki íslenskra fyrirtækja og er einn stærsti framleiðandi af lýsi og fiskimjöli á Íslandi. Félagið einsetur sér að vera fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti og stunda starfsemi sína í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, að skráningin á aðalmarkað marki mikilvæg tímamót fyrir félagið.„Við sjáum fram á vaxtartækifæri í aflaheimildum sem og í gegnum hlutdeildar- og dótturfélög okkar og stefnum á að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. með hagræðingu og sérhæfingu í veiðum og vinnslu. Við erum afar ánægð með frábæra niðurstöðu úr útboðinu sem sýnir traust fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim.” Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að það sé heiður að bjóða elsta starfandi hlutafélag landsins velkomið á Aðalmarkaðinn. „Ísfélagið er rótgróið fyrirtæki með glæsilega sögu og metnaðarfull vaxtarplön. Mikill áhugi fjárfesta á útboði félagsins sýnir trú þeirra á félaginu og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, enda stendur sjávarútvegur okkur mjög nærri. Við óskum öllum hjá Ísfélagi innilega til hamingju, skráning á markað styður við sýnileika félagsins og dregur að fjölbreyttari hóp fjárfesta.“
Ísfélagið Kauphöllin Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37 IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Söluandvirði útboðs Ísfélagsins átján milljarðar Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk klukkan tvö í gær, en alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 milljarða króna. Það samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. 2. desember 2023 09:37
IFS verðmetur Ísfélagið um nítján prósentum hærra en útboðsgengi IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“ 30. nóvember 2023 12:31