Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 13:53 Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem verið hefur aðstoðarmaður hans, glaðbeittir á Laugardalsvelli í haust. Hareide er áhugasamur um að stýra íslenska landsliðinu áfram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira