Leikarinn Ryan O'Neal látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 22:21 Ryan O'Neal lést í dag 82 ára að aldri eftir áralöng veikindi. Getty Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Sonur leikarans, Patrick O'Neal, greindi frá fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Ryan hafi látist friðsamlega á heimili sínu. Menningarbarn, boxari og vonlaus faðir O'Neal fæddist 20. apríl 1941 í Los Angeles og var menningarbarn, sonur leikkonu og rithöfundar. Áður en hann lagði fyrir sig sviðslistir var hann áhugamannaboxari og keppti í alls 22 bardögum. Þegar fjölskylda O'Neal flutti til Munchen á sjötta áratugnum fékk hann áhuga á sviðslistum og ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hann braust síðan fram á sviðið árið 1964 þegar hann lék í sjónvarpsáttunum Peyton Place. Þaðan fór hann yfir í kvikmyndir en hans þekktustu myndir eru Love Story, What’s Up, Doc?, Paper Moon og Barry Lyndon þar sem hann lék samnefnda aðalpersónu. Eitt af síðustu verkefnum O'Neal í sjónvarpi voru sakamálaþættirnir Bones sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá rosalegt atriði úr Barry Lyndon sem Stanley Kubrick leikstýrði. O'Neal átti stormasamt samband við Hollywood-stjörnuna Förruh Fawcett, fyrst frá 1979 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2009 en hún lést það ár. Hann átti ekki heldur gott samband við börn sín sem slitu sambandi við hann vegna vímuefnanotkunar hans. Sjálfur viðurkenndi hann að hafa verið vonlaus faðir. Hann greindist með hvítblæði árið 2001 og ristilkrabbamein árið 2012. Þá glímdi hann við bæði alkohólisma og misnotaði vímuefni.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira